Rubix á Íslandi kaupir Verkfærasöluna
Í sl. viku var gengið frá samningi um kaup Rubix Ísland á Verkfærasölunni og hefur Samkeppniseftirlitið heimilað viðskiptin. Velta Verkfærasölunnar nam um 1,6 milljarði árið 2021 en fyrirtækið rekur verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Verkfærasalan er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Milwaukee verkfæra á landinu. Kontakt annaðist milligöngu um kynningu á verkefninu.
Greining á verslunum með útivistarvörur
Kontakt fyrirtækjaráðgjöf rýndi í rekstur sex útivistarfyrirtækja, fjórar hefðbundnar verslanir og tvo framleiðendur útivistarfatnaðar.
Hitatækni, Varmi, Rafloft og Proventa sameinast
Fyrirtækin Hitatækni, Varmi, Rafloft og Proventa munu sameinast undir nafni Hitatækni. Kontakt fyrirtækjaráðgjöf kom að hugmyndavinnu og annaðist ráðgjöf og milligöngu um sölu fyrirtækjanna.
Greining á gjafa- og húsgagnaverslunum
Kontakt fyrirtækjaráðgjöf hefur tekið saman skýrslu um rekstur nokkurra af þekktustu verslunum landsins á sviði húsgagna- og gjafavöru. Rekstur slíkra verslana gekk almennt vel áður en samdráttur í ferðaþjónustu gerði vart við sig. Verslunarrekstur hefur gengið vel og fasteignamarkaður sterkur á síðustu misserum og í ljósi fylgni milli fasteigna- og húsgagnakaupa verður forvitnilegt að sjá framvinduna á þessum markaði.