Rubix á Íslandi kaupir Verkfærasöluna

Í sl. viku var gengið frá samningi um kaup Rubix Ísland á Verkfærasölunni og hefur Samkeppniseftirlitið heimilað viðskiptin. Velta Verkfærasölunnar nam um 1,6 milljarði árið 2021 en fyrirtækið rekur verslanir í Reykjavík, Hafnarfirði og Akureyri. Verkfærasalan er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Milwaukee verkfæra á landinu.  Kontakt annaðist milligöngu um kynningu á verkefninu.

Hitatækni, Varmi, Rafloft og Proventa sameinast

Fyrirtækin Hitatækni, Varmi, Rafloft og Proventa munu sameinast undir nafni Hitatækni. Kontakt fyrirtækjaráðgjöf kom að hugmyndavinnu og annaðist ráðgjöf og milligöngu um sölu fyrirtækjanna.

Greining á gjafa- og húsgagnaverslunum

Kontakt fyrirtækjaráðgjöf hefur tekið saman skýrslu um rekstur nokkurra af þekktustu verslunum landsins á sviði húsgagna- og gjafavöru. Rekstur slíkra verslana gekk almennt vel áður en samdráttur í ferðaþjónustu gerði vart við sig. Verslunarrekstur hefur gengið vel og fasteignamarkaður sterkur á síðustu misserum og í ljósi fylgni milli fasteigna- og húsgagnakaupa verður forvitnilegt að sjá framvinduna á þessum markaði.