Ferðaþjónusta
Fyrirtæki í rekstri hópferðabifreiða og skipulagningu eigin ferða. Er með 11 bifreiðar sem taka frá 19 til 60 manns. Velta um 100 mkr. og góð afkoma.
Verslun
Þekkt herrafataverslun með góð merki. Veltan hefur verið stöðug undanfarin ár og afkoma ágæt. Veltan árið 2017 var um 90 mkr. og EBITDA mjög góð eða um 20 mkr. Félagið er skuldlétt.
Bakarí
Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar.
Iðnaður / þjónusta
Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur.
Veitingarekstur
Ungur og hratt vaxandi veitingastaður þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.