Verðmat á fyrirtækjum

Kontakt tekur að sér að gera sjálfstætt verðmat á rekstri fyrirtækja sem nýtist við kaup, sölu og sameiningar þeirra, fjármögnun og endurskipulagningu.

Einfalt verðmat.

Slíkt verðmat byggir á mestu á tölulegum staðreyndum eins og opinberum tölum eða gögnum sem verkkaupi aflar. Þetta eru til dæmis ársreikningar, milliuppgjör, listi yfir eignir fyrirtækisins og ýmsar rekstraráætlanir sem kunna að liggja fyrir. Reynt er eftir fremsta megni að ræða við stjórnendur fyrirtækisins til að gefa fyllri mynd af rekstrinum, en ekki er farið í eiginlega áreiðanleikakönnun. Notaðar eru viðurkenndar verðmatsaðferðir sem eiga við í hverju tilfelli og þær vegnar saman. Í verðmatinu eru tilgreindar þær forsendur sem matið byggir á og verðmatið útskýrt með vísun í það.

Ítarlegt verðmat.

Við gerð ítarlegs verðmats er skoðun á rekstri öllu ítarlegri og einnig er unnið við að sannreyna með áreiðanleikakönnun allar helstu stærðir sem fram koma í reikningum félagsins og öðrum gögnum sem stuðst er við. Ítarleg viðtöl við stjórnendur og ef til vill starfsmenn geta verið hluti af vinnunni og sama á við um endurmat eigna. Verðmatið tilgreinir allar forsendur sem matið byggir á og notaðar eru nokkrar viðurkenndar aðferðir til að meta reksturinn og þær vegnar saman. Slíkt verðmat er nokkuð áreiðanlegra en einfalda verðmatið.

Rétt er að taka það fram að verðmat fyrirtækja er alltaf háð einhverri óvissu. Ýmsar reikniaferðir og kennitölu samanburður er notað við verðmat, en á endanum byggir það á huglægu mati þess er framkvæmir það. Þar skiptir reynsla og þekking á kaupum og sölu fyrirtækja miklu máli. Gott er að hafa í huga að ekkert verðmat er þannig að það sýni “rétt” verðmæti fyrirtækis við kaup eða sölu því endanlegt verð ræðst af samningum á milli kaupanda og seljanda og greiðslukjörum. Faglega unnið verðmat getur hins vegar verið góður grunnur til að byggja viðræður á.

kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík © 2020. Lausn frá Kaktus.