Bókaútgáfan Setberg hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá 1950. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í útgáfu barnabóka síðustu ár og hefur velta verið á bilinu 30-50 m.kr. Árlega eru gefnir út um 15-20 titlar, að mestu þýðingar á erlendum titlum og er dreifing góð í bókabúðir og helstu verslanir. Síðasta rekstrarár útgáfunnar var mjög gott og eru ágætis horfur framundan.