Arctic Mar ehf. hefur fest kaup á rekstri fiskvinnslunnar Grotta ehf. í Hafnarfirði. Kaupendur sjá fyrir sér tækifæri til sóknar og vilja stækka umsvif rekstursins og fjölga starfsfólki, að sögn Baldvins Arnars Samúelssonar stjórnarformanns Arctic Mar.
„Þetta er mjög spennandi, sérstaklega í ljósi þess að við erum að stefna á að auka vinnslu á fiski sem áður var fluttur óunninn úr landi,“ segir Baldvin. Þannig verði hægt að auka framleiðslumagn fiskvinnslunnar til muna.
Áhersla er lögð á sölu afurða til Þýskalands, en þar er talið að kaupendur séu líklegri til að velja vöru sem unnin er hér á landi. Nokkrar ástæður eru fyrir því útskýrir Baldvin sem bendir á að varan er ferskarin hafi hún verið færð beint til vinnslu eftir löndun, auk þess sem minna kolefnisspor sé á hverju kílói vegna flutninga frá Íslandi til Evrópu sé um unninn fisk að ræða.
Kontakt hafði milligöngu um viðskiptin.