Endurskipulagning

Kontakt veitir ráðgjöf til fyrirtækja sem eru að ganga í gegnum fjárhaglega erfiðleika, skipulagsbreytingar eða vegna annarra áskoranna sem reksturinn getur staðið frammi fyrir. Endurskipulagning getur einnig verið hluti af söluferli fyrirtækja, þar sem ráðgjafa Kontakt aðstoða seljendur við að gefa kaupendum sem skýrasta mynd af rekstrinum. 

Þó svo að flest fyrirtæki hafi innan sinna raða starfsmenn eða stjórnendur sem þekkja vel fjárhag og rekstur, þá hafa sérfræðingar Kontakt mikla reynslu af því að skoða fyrirtæki og meta „heilbrigði þeirra“.  Gests augað er oft glöggt og stundum reynist erfitt fyrir fólk sem hefur verið lengi að fást við sömu áskoranir að koma auga á nýjar lausnir eða möguleika.

Þegar fyrirtæki ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu er það oft krafa hagsmunaaðila eða getur a.m.k. liðkað til í ferlinu að óháður aðili komi að verkinu sem ráðgjafi. Hluthafar, lánadrottnar, birgjar eða aðrir sem koma að borðinu geta haft ólíka hagsmuni og þar af leiðandi sjónarmið um framtíð fyrirtækisins. Mestu máli skiptir er að skapa sem besta yfirsýn, opna á samskipti til þess að skapa traust milli aðila til að tryggja rekstrarhæfi fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma.

Með ráðgjöfum Kontakt er lagt mat á fjármangsþörf til skemmri tíma, hvaða aðgerðir þarf að ráðast í til að viðhalda virði rekstrar og leita leiða til minnka eða útloka rekstraráhættu. Til lengri tíma þarf að greina og tryggja hentuga fjármagnsskipan fyrir reksturinn og leggja grunn að samstarfi allra hagsmunaaðila.

kontakt@kontakt.is | 414 1200 |Ránargata 18, 101 Reykjavík © 2020. Lausn frá Kaktus.