Kontakt sérhæfir sig í söluferli fyrirtækja og rekstrareininga. Í samstarfi við söluaðila stýrir Kontakt ferlinu sem snýr að því að útbúa söluáætlun, verðmatsvinnu, gerð sölukynninga, greina mögulega kaupendur og að finna rétta kaupandann. Kontakt hefur þá milligöngu um tilboðsgerð og stýrir samningaviðræðum, hefur umsjón með áreiðanleikakönnunum og tryggir að rétt sé staðið að frágangi viðskipta.
Kontakt vinnur einnig fyrir hönd fjárfesta og fyrirtækja sem leita að tækifærum til fjárfestinga. Kontakt kortleggur möguleg tækifæri með greiningu á fjárfestingakostum, markaðsaðstæðum, samkeppnisaðilum og fleiri þáttum. Kontakt hefur þá millligöngu um tilboðsgerð, samningaviðræður, áreiðanleikakönnun og frágang viðskipta.
Við samruna fyrirtækja veitir Kontakt ráðgjöf við verðmatsgerð og mati á skiptahlutföllum ásamt mati á áhrifum sameiningar s.s. samlegð eða sparnaði í sameiginlegum rekstri.