Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf

verdskraVerðskrá Kontakt:

Við erum ráðgjafar en ekki fyrirtækjasalar. Við vinnum með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi, hvort sem þeir eru seljendur eða kaupendur.

Þóknun okkar er nær ávallt árangurstengd. Það þýðir að við rukkum ekki viðskiptavini okkar nema að árangur náist, að þeim takist að selja eða kaupa viðkomandi fyrirtæki með okkar aðstoð, en þá greiða þeir okkur tiltekna prósentu af verðmæti fyrirtækisins.

Við tökum einnig að okkur verðmat fyrirtækja, gerð hluthafasamkomulaga eða aðra þjónustu fyrir ákveðið verð sem samið er um fyrirfram.

Verðmat fyrirtækis getur verið flókið ferli sem tekur langan tíma og kostar háar upphæðir. Kontakt tekur að sér slík verkefni, sem snúa þá fyrst og fremst að stærri fyrirtækjum og flóknum samningum eða viðskiptum.

Á hinn bóginn vilja eigendur smærri fyrirtækja oft vita hvert virði fyrirtækis þeirra er án þess að kosta miklu til. Fyrir slíka aðila bjóðum við upp á stutt og laggott verðmat, sem vissulega tekur til reksturs og efnahags, en er fyrst og fremst álit okkar á því hvað raunverulegt markaðsvirði fyrirtækisins er miðað við ástand á markaði. Slíkt verðmat er hægt að fá hjá okkur á nokkrum dögum og kostar það 250.000 krónur auk vsk.

Við tökum oft að okkur að afla félögum nýs hlutafjár og þá er þóknun okkar oftast árangurstengd. Aðkoma okkar að slíkum málum er mjög mismunandi og við gerum aðilum tilboð með tilliti til umfangs og eðlis mála.

Ekki er óalgengt að við vinnum fyrir báða aðila við samningagerð og tökum við þá þóknun frá báðum.

Eftirfarandi er verðskrá okkar, sem miðast við heildarverðmæti (enterprise value):

  • Ráðgjöf við sölu fyrirtækja   5%
  • Einhliða ráðgjöf við kaup fyrirtækja    5%
  • Tvíhliða ráðgjöf við kaup fyrirtækja    2%
  • Ráðgjöf við sameiningu fyrirtækja      5%
  • Ráðgjöf við öflun hlutafjár                10%


Einhliða og tvíhliða ráðgjöf vísar til þess hvort verið sé að vinna eingöngu fyrir kaupanda eða einnig fyrir seljanda.

Lágmarksþóknun í öllum tilfellum er 1.000.000 kr. Virðisaukaskattur bætist við allar þóknanir.

Ekki er vikið frá gjaldskrá nema að um mjög stór viðskipti er að ræða og um það sé samið fyrirfram.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 GlobalM&A

 

 
 
Global M&A eru stærstu alþjóðlegu samtök fyrirtækja  sem sérhæfa sig í fyrirtækjaráðgjöf (M&A).
 
 
Kontakt er eitt 35 fyrirtækja í 33 löndum sem starfa náið saman þegar um viðskipti milli landa er að ræða.