Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf

Umsagnir viðskiptavina

Selling my first venture taught me that you as a business owner have to do a lot of heavy lifting. Yet, having someone like Brynhildur at Kontakt bring the deal home made all the difference. I am incredibly grateful for her professional work and guidance in the sale of IcePhone ehf.

Stefan Mar Thorarensen, framkvæmdastjóri, IcePhone ehf.

Við hjá John Lindsay höfum nokkrum sinnum keypt fyrirtæki og rekstrareiningar inn í okkar fyrirtæki með aðstoð Kontakt fyrirtækjaráðgjafar. Ráðgjafar Kontakt eru fagmenn á sínu sviði og ráðagóðir samningamenn sem hugsa í lausnum. Helsti kostur þeirra er þó að þau eru óþreytandi að koma með nýjar hugmyndir að fjárfestingum fyrir okkur sem erum að leita að góðum tækifærum til vaxtar.

Stefán S. Guðjónsson, forstjóri, John Lindsay hf.

Ég hef séð að tengslahópur Jens er breiður og auðvitað er hann og hans fólk margtengt viðskiptalífinu í gegnum störf þeirra í áraraðir við sölu rekstrareininga, samruna og hagræðingarverkefni á markaði, en líka til að auðvelda þreyttum að söðla um við kynslóðaskipti, vegna aldurs eða veikinda.

Það eru ekki margir með þekkingu Jens og innsæi hér á landi hvað þau mál varðar.

Oft viðkvæm mál því þó fyrirtæki séu dauðir hlutir í okkar skilningi eru þau tilfinningalega tengd fólkinu sem skóp þau og margir byggja afkomu sína á þeim. Hagfræðileg menntun hans í bland við persónuleika og góðan eiginleika til mannlegra samskipta hafa oft skipt sköpum grunar mig.

Þegar öllu er á botnin hvolft er rekstur eignaskipting ævistörf og átök innan fyrirtækja afar viðkvæmur málaflokkur. Störf ykkar hjá Kontakt fyrir Set hafa verið unnin af alúð og vandvirkni.

Bergsteinn Einarsson, forstjóri, Set ehf.

 

1912 og Kontakt hafa átt farsælt samstarf til margra ára. Það sem einkennt hefur störf Kontakt í gegnum árin hefur verið traust og vönduð vinnubrögð ásamt því að vera næmir fyrir tækifærum sem kunna að myndast á markaði.

Ég get því mælt með Kontakt sem samstarfsaðila.

Ari Fenger, framkvæmdastjóri 1912 ehf. (Nathan & Olsen).

 

Við hjá Verkís hf. höfum nýtt okkur þjónustu Kontakt við leit að nýjum viðskiptatækifærum og gefist vel.  Í haust stýrðu þeir af miklu öryggi og fagmennsku samningaferlinu þegar Verkís festi kaup á Raferninum ehf.  Í ljósi þeirrar reynslu gefum við Kontakt og starfsmönnum þess okkar bestu meðmæli.

Viðar Ólafsson, Verkís hf., viðskiptaþróun.

Í sambandi við sölu fyrirtækja okkar, Ísafold Travel og Ísak ehf, hefur verið sérdeilis gott að njóta fulltingis fyrirtækjasölunnar Kontakt. Allt hefur staðið eins og stafur á bók og engir lausir endar eftir söluna. Starfsfólk Kontakt er með fæturna á jörðinni þegar að umsýslu með stórar fjárhæðir kemur og hagsmuna beggja aðila gætt, kaupenda og seljenda, eins og vera ber í góðum viðskiptum. Við gátum staðið áhyggjulaus upp frá borðum að lokinni undirritun samninga.

Jón og Auðbjörg

 

We at North Landing Ltd. in New Jersey want to thank Gunnar Svavarsson at Kontakt for his professional work and great help buying back the shares of the company. This was a long process that required a lot of patience that paid out in the end when we concluded the matter successfully in April 2015.  

North Landing Management

 

Ég hef á undanförnum árum keypt og selt nokkur fyrirtæki með hjálp Kontakt og hafa Guðni og félagar reynst mér alveg sérstaklega vel í þessum viðskiptum. Öll vinnubrögð hafa verið fyrsta flokks og er þekking þeirra á markaðnum frábær. Ég get leitað til þeirra með nánast hvaða mál sem er, hvenær sem er. Auga þeirra fyrir tækifærum er einstakt og hefur það reynst mér og mínum mjög verðmætt í okkar viðskiptum.

Bjarni Tómasson, Eigandi Studio Apartments

Það er gott að skipta við Kontakt, það kemur til af því að þeir veita persónulega þjónustu og setja sig inn í þarfir seljenda og kaupenda. Þeir brúa bilið á milli viðskiptavina sinna til að hámarka árangur beggja aðila. Svo eru þetta líka fínir strákar sem gaman er að taka kaffi með og kunna að meta gott súkkulaði.

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri, Innnes hf.

 

Undirrituð hafði myndað viðskiptatengsl við Guðna Halldórsson hjá Kontakt á liðnum árum í þankagangi á sölu fyrirtækis okkar.

Eftir andlát mannsins míns ákvað ég að láta til skarar skríða að selja fyrirtæki sem við höfðum byggt upp um árabil. Þá kom af minni hálfu ekkert annað til greina en að fá Guðna til verksins og hafði ég frumkvæði af því í september 2014.

Það er skemmst frá því að segja að hann gekk í málið hreint og af krafti og skilaði mér góðri og heiðarlegri sölu á fyrirtækinu mínu fyrir áramótin 2014/2015.

Ég get án nokkurs vafa mælt með Guðna til slíkra verka enda er hann atvinnumaður fram í fingurgóma en líka mannlegur og hlýr.

Hjördís Andrésdóttir, fyrrv. eigandi Best á lambið og versl. Skerjaver

 

Við hjónin keyptum fyrirtæki okkar fyrir nokkrum árum og nutum dyggrar aðstoðar ráðgjafa Kontakt. Þjónusta Kontakt reyndist afar fagmannleg og örugg og fundum við strax að við vorum í góðum höndum. Síðan við keyptum, höfum við verið í reglulegu sambandi við Kontakt, og höfum alltaf fengið góðar móttökur og starfsfólk Kontakt verið tilbúið til að aðstoða okkur og komið með góðar tillögur

Þorvaldur Ólafsson, framkvæmdastjóri, Safalinn ehf.

 

Við höfum átt farsælt samstarf við Kontakt undanfarin ár eða frá því að Guðni stýrði hlutafjáraukningu fyrir okkur með frábærum árangri fyrir alla aðila. Þá vorum við á ákveðnum tímamótum í okkar rekstri og leituðum til Guðna sem skoðaði okkar mál og velti upp mismunandi útfærslum fyrir okkur. Guðni hefur reynst góður að koma auga á tækifæri og lausnir sem henta öllum viðkomandi aðilum auk þess að vera hreinskilinn og sanngjarn. Við munum vera viðskiptavinir Kontakt til frambúðar hvort sem það verður til að kaupa, selja eða fjármagna.

Halldór Arinbjarnar, framkvæmdastjóri, Pure Performance ehf.

 

Ég seldi fyrirtæki mitt J.B.G. fiskverkun í gegn um Kontakt.  Verkið var unnið á fagmannlegan hátt og gekk vel og snurðulaust.  Mæli ég því hiklaust með Kontakt fyrir þá sem eru í söluhugleiðingum með fyrirtæki sitt.

Björn Gíslason

 

Ég er mjög sáttur við vinnubrögð Kontakt sem ég varð vitni að þegar við bættum við okkur barnabókaútgáfu fyrir nokkrum misserum. Unnið að fagmennsku og án eftirmála. Myndi ekki hika við að leita til þeirra í framtíðinni, ef tilefni gefst.

Jónas Sigurgeirsson, Bókafélagið

 

Ég keypti fyrirtækið mitt með dyggri aðstoð frá Kontakt.  Frá upphafi verkefnisins og þar til það var í höfn átti ég í mjög góðum samskiptum við Kontakt sem veitti góða leiðsögn og leitaði leiða til að verkefnið gengi upp.  Ég mæli hiklaust með þjónustu Kontakt.

Kristinn Jóhannesson, framkvæmdastjóri Miðbæjarradíó ehf.

 

Sú ákvörðun að fá Kontakt til að leiða sölu míns fyrirtækis Tarra ehf. var mikið gæfuspor. Söluferlið var árangursríkt og uppgjör fagmannlega unnin.  Framúrskarandi vinnubrögð og úrlausnir á viðkvæmum og flóknum málum er þó það sem upp úr stendur hjá traustu félagi sem býr yfir framúrskarandi starfsfólki.

Kristján Viðar Bergmannsson

 

Kontakt aðstoðaði mig við sölu eignarhluta minna í Fjarðalaxi og North Landing í Bandaríkjunum.  Sú aðstoð reyndist ómetanleg, sérstaklega í ljósi þess að samræma þurfti ólík sjónarmið hluthafanna og fór mikil vinna í það.  Á endanun náðist að ganga frá sölu á öllum hlutum mínum með vel ásættanlegum hætti

Arnór Björnsson

 

Kontakt hafði milligöngu um kaup okkar félaganna á því sem nú heitir Hlemmur Square hotel.  Vinna Kontaktmanna var unnin af fagmennsku og ferlið gekk greiðlega fyrir sig.  Ég myndi ekki hika við að vinna með þeim að nýjum verkefnum við kaup eða sölu félaga ef svo bæri undir.

Auðun Guðmundsson, Hlemmur Square

 

Kontakt veitti ráðgjöf við sölu á fyrirtæki mínu, Gæðafæði ehf. í lok árs 2010.  Sú vinna einkenndist af traustum og heiðarlegum vinnubrögðum sem varð til þess að söluferlið gekk vel og snurðulaust fyrir sig.

Vilmundur Jósefsson, frkvstj. og eigandi Gæðafæðis.

 

Ég hef átt í samskiptum við starfsmenn Kontakts í nokkur ár eða frá því að við fjölskyldan seldum 66°Norður árið 2005 og þá bæði sem kaupandi og seljandi.
Ég gef Kontakt mín bestu meðmæli þar sem heiðarleiki og fagmennska er höfð í fyrirrúmi.

Markús Örn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Martex ehf.

 

Ég hef átt góð samskipti við Kontakt árum saman og þeir hafa reynst mér vel. Vinnubrögð þeirra eru fagmannleg og mikil reynsla þeirra ómetanleg þegar kemur að fyrirtækjaviðskiptum.

Helgi Skúli Helgason framkvæmdastjóri, Íslandslyftur ehf.

 

Kontakt hefur aðstoðað okkur við kaup á erlendum fyrirtækjum og fjármögnun kaupanna. Ráðgjöf þeirra hefur verið framúrskarandi í alla staði og nú nokkrum árum seinna erum við enn mjög ánægðir með viðskiptin.

Við veitum Kontakt okkar bestu meðmæli.

Eggert Jónsson, framkvæmdastjóri Þarfaþing ehf.

 

Reynsla okkar af samstarfi við Kontakt er mjög góð í gegnum árin. Þeir hafa verið duglegir að finna tækifæri og lausnir sem hafa hentað okkur og eins hafa þeir verið mjög naskir á að miðla málum á sanngjarnan hátt þannig að báðir samningsaðilar hafa gengið sáttir frá borði. Kontakt menn eru vel tengdir á markaðnum og tileinka sér traust og vönduð vinnubrögð.

Þess vegna leitum við ítrekað aftur til Kontakt þegar við erum að leita okkur að vaxtabroddum.

Ólafur Ó. Johnson, framkvæmdarstjóri ÓJ&K og Sælkeradreifingar.

Ég undirritaður hef átt farsæl og góð viðskipti við Kontakt bæði við sölu og kaup fyrirtækja Öll okkar viðskipti hafa staðist mínar væntingar og gef ég Jens og hans fólki mín bestu meðmæli.

Bjarni Óskarsson, veitingamaður (Nings ehf).

 

Við höfum nýtt okkur þjónustu Kontakt í mikilvægum málum og erum ánægðir með hnitmiðuð vinnubrögð þeirra. Heiðarleiki og traust einkennir samskipti Kontakt við okkur.

Magnús Karlsson, framkvæmdastjóri, Bergplast.

 

Ég naut ráðgjafar Kontakt þegar ég seldi fyrirtæki mitt, Vogabæ, fyrirnokkrum árum og svo aftur þegar ég keypti Kerfi ehf. fyrir skömmu. Þjónusta Kontakt hefur verið til fyrirmyndar og ég mæli með þeim fyrir þá sem eru að hugleiða fyrirtækjaviðskipti.

Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kerfi ehf.

 

Frá árinu 2005 hef ég nýtt mér þjónustu Kontakt að staðaldri. Þjónustan hefur alla jafna miðast við að klára hlutina hratt og örugglega. Flókin viðskipti hafa þannig verið einfölduð til að tryggja framgang þeirra.

Arnar Freyr Ólafsson, framkvæmdastjóri, Hótel Skóga, Hótel Hellu, Árhús.

 

Ég var viðskiptavinur Kontakt við sölu félags. Við samningagerð reyndist Jens næmur á stöðu mála og tillögugóður á krítiskum augnablikum. Mér er ljúft að mæla með Kontakt ehf. þeir reyndust mér heiðarlegir drengskaparmenn í viðskiptum

Auðun Óskarsson, Trefjar ehf.

Við leituðum til Kontakt um ráðgjöf við kaup á fyrirtæki og fengum góða þjónustu. samstarf okkar hefur haldið áfram og við treystum þeim vel.

Vignir Óskarsson, framkvæmdastjóri Voot ehf.

Ég stóð á tímamótum með rekstur fyrirtækis míns og leitaði til Jens hjá Kontakt og bar upp við hann hugmyndir mínar varðandi framhald rekstursins.
Málin þróuðust á þann veg að Jens seldi fyrirtæki mitt og kom það fljótlega í ljós að það var það besta í stöðunni. Nú nokkrum árum seinna eru bæði seljandi og kaupandi ánægðir með viðskiptin.

Elías Theódórsson, framkvæmdastjóri, Z brautir og gluggatjöld hf.

Ég hef undanfarin ár átt samskipti við Kontakt um fyrirtækjaviðskipti. Það er mín reynsla að tengsl fyrirtækisins við atvinnulífið séu mjög góð og að vinna starfsmanna þess einkennist af fagmennsku.

Jafet S. Ólafsson, framkvæmdastjóri Veigs ehf, fjárfestingarfélags.

Um árabil hafa samskipti mín við Kontakt verið mjög góð. Starfsmenn eru áhugasamir og færir við greiningu og sölumöguleika á markaði. Það er gott að leita álits þeirra við verðmat á fyrirtækjarekstri. Þegar öllu er á botnin hvolft snýst viðskiptalífið um mannleg samskipti og TRAUST.

Haukur Hjaltason, (Dreifing ehf).

Kontakt annaðist sölu á fyrirtæki okkar árið 2007. Við höfum afar góða reynslu af lipurð og samskiptahæfni starfsfólks fyrirtækisins. Við myndum leita aftur til Kontakt ef við þyrftum aftur á slíkri þjónustu að halda.

Inga Þyri Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Bjarkarhóls ehf.

Á undanförnum árum hef ég og fyrirtæki á mínum vegum átt samskipti við og gert fyrirtækjaviðskipti með milligöngu Kontakt fyrirtækjaráðgjafar. Í öllum tilfellum hafa hlutir gengið hnökralaust fyrir sig og Kontakt unnið sín störf af nákvæmni og fagmennsku.

Ég get með góðri samvisku mælt með Kontakt fyrir þá aðila sem þurfa á slíkri þjónustu að halda.

Herluf Clausen, cand. oecon., kaupsýslumaður.

Á undanförnum árum hef ég átt góð samskipti við Kontakt um fyrirtækjamál. Þau hafa mikla þekkingu á markaðnum og mér líkar vinnuaðferðir þeirra vel. Ég gef þeim mín bestu meðmæli.

Haraldur Jóhannsson, forstjóri Forvals ehf.

Ég hef notið margskonar ráðgjafar Kontakt ehf. varðandi sölu og kaup á fyrirtækjum. Var ráðgjöfin víðtæk allt frá rekstrartengdum málum, ráðgjöf í kaup- og söluferli, í samningagerð og í bókhaldslegu tilliti. Reynsla mín af samstarfi við Kontakt ehf er mjög góð og verkefnin faglega unnin í hvívetna. Gef ég þeim mín bestu meðmæli.

Daði Hreinsson, (Cetus ehf.).

Kontakt hefur komið að ýmsum málum sem ég hef verið viðriðinn og verð ég að lýsa ánægju minni með framúrskarandi vinnu sem og lausnir sem hafa komið úr smiðju Kontakt. Mér finnst mjög mikilvægt þegar að fyritækjaráðgjöf kemur, hvort sem er um kaup eða sölu fyrirtækja eða almenna ráðgjöf, að menn hafi frjóa hugsun og lausnir sem nýtast í því ferli sem verið er að vinna að.

Þess vegna vil ég lýsa ánægju minni og þakklæti með þá vinnu og ráðgjöf sem starfsmenn Kontakt hafa veitt mér. Einnig fyrir skjót viðbrögð og seiglu við að finna úrlausnir þeirra mála sem við höfum þurft að glíma við. Greinilegt að hjá Kontakt er að finna mikla og víðtæka reynslu.

Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Lifandi Vísinda.

Þægilegt viðmót og fagmennska einkennir þjónustu Kontakt. Mæli hiklaust með þeim við hvern sem er.

Stefán Jóhannesson, (Þekking ehf).

Í þeim verkefnum sem við höfum verið að vinna að er varðar sameiningu,sölu eða kaup á fyrirtækjum leitum við alltaf til Kontakt. Ástæða þess að við leitum til þeirra er fagmannleg þjónusta með vel ígrunduðum hugmyndum um þau verkefni sem við vinnum að.
Við höfum verið óhrædd við að mæla með Kontakt til þeirra sem eru að leita eftir árangri í þeim verkefnum sem eru á dagskrá hjá þeim.

Stefán Geir Þorvaldsson, framkvæmdastjóri, Nostra ræstingar ehf.

Reynsla mín af Kontakt fyrirtækjaráðgjöf er jákvæð á allan hátt. Í fyrstu leitaði ég til þeirra um ráðgjöf sem síðar leiddi til frekari viðskipta sem voru mjög fagmannlega unnin. Greining þeirra og þekking á sölu og kaupum á fyrirtækjum er augljóslega fengin af áratuga reynslu og fékk ég þjónustu sem skipti sköpum fyrir mínar áætlanir.

Fyrirtækjaráðgjöf þeirra er framúrskarandi án þess að á nokkurn sé hallað. Ég gef þeim því mín bestu meðmæli.

Atli Már Bjarnason, framkvæmdastjóri, Glacial Water ehf.

 

Undirritaður hefur um árabil notið aðstoðar og þjónustu Kontakt við kaup á fyrirtækjum og rekstrareiningum. Þjónusta fyrirtækisins hefur verið fagleg, mjög lausnarmiðuð og reynst í alla staði vel.

Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri, Gler og brautir ehf.

Samskipti mín við Kontakt hafa verið mjög góð og mæli ég með þjónustu þeirra. Reynsla þeirra er mikil og getur skipt sköpum í viðkvæmum málum.

Steinþór Jónsson, framkvæmdastjóri (Björnsbakarí-vesturbæ / Austurströnd ehf.).

 
BrynhildurBrynhildur Bergþórsdóttir
Gunnar_l Gunnar Svavarsson
GudniGuðni Halldórsson
Sigurdur_l Sigurður A. Þóroddsson
tasÞórarinn Sævarsson

 GlobalM&A

 

 
 
Global M&A eru stærstu alþjóðlegu samtök fyrirtækja  sem sérhæfa sig í fyrirtækjaráðgjöf (M&A).
 
 
Kontakt er eitt 35 fyrirtækja í 33 löndum sem starfa náið saman þegar um viðskipti milli landa er að ræða.