Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf

Frodleikur7

Hvað er rétta verðið?

Flestir kaupendur gera þá grundvallarkröfu að fyrirtæki borgi sig sjálf á einhverjum skynsamlegum tíma eða með öðrum orðum að reksturinn skili fullnægjandi ávöxtun. Algengasta aðferðin við verðmat lítilla og meðalstórra fyrirtækja hefur lengi verið svonefnd EBITDA aðferð, sem byggir á því að verðmeta fyrirtæki út frá rekstrarhagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsliði eða svokallaðri EBITDA, því það eru þeir fjámunir sem hægt er að nota til að greiða fyrir fyrirtækið.

Við höfum notað afbrigði þessarar aðferðar sem við köllum “leiðrétta EBITDA aðferð. Hún felst í því að við tökum EBITDA ekki hráa heldur gerum þær leiðréttingar sem við teljum þörf á ef einhverjir rekstrarliðir eru óeðlilegir.

Við teljum leiðrétta EBITDA ennþá vera besta mælikvarðann á rekstri, en eftir hrunið er ekki lengur hægt að tala um að einhver ákveðinn EBITDA margfaldari sé réttur, því nú er svo misjafnt hvernig fyrirtækjakaup eru fjármögnuð. Í dag teljum við réttustu nálgunina byggjast á ávöxtun eigin fjár kaupanda og er þá miðað við að eðlileg ávöxtun sé á bilinu 30-35% (fyrir skatta) eftir eðli málsins og áhættu.

Sum fyrirtæki skila ekki rekstrarhagnaði, en geta eigi að síður verið góður kostur fyrir sameiningu við önnur fyrirtæki. Þá er horft til framlegðar og mögulegra samlegðaráhrifa. Einnig er litið á framlegð þegar deildir úr fyrirtækjum eru seldar eða jafnvel ákveðin vörumerki. Verð er þá oft miðað við 10-15 mánaða framlegð, en enn og aftur þarf að taka tillit til greiðslufyrirkomulags og ávöxtunar eigin fjár kaupanda.

Áður fyrr var stundum talað um þumalputtareglu eins og 3-4 mánaða veltu sem eðlilegt verð á fyrirtækjum en það eru úreltar hugmyndir sem reyndar hafa aldrei átt sér hagfræðilega stoð. Við notum veltutölur einungis til að gefa til kynna umfang eða stærð rekstrar. Þær segja ekkert til um afkomu eða rekstrarhagnað.

Aðrar aðferðir eru til, en yfirleitt taldar lakari og er ekki beitt nema við mjög sérstakar aðstæður.

Þeim sem vilja kynna sér þessi fræði nánar er bent á sérstakan kafla um verðmat fyrirtækja eða lista yfir áhugaverðar tengingar.

Frodleikur6

Næst: Hvernig er greitt fyrir fyrirtæki?

 
BrynhildurBrynhildur Bergþórsdóttir
Gunnar_l Gunnar Svavarsson
GudniGuðni Halldórsson
Sigurdur_l Sigurður A. Þóroddsson
tasÞórarinn Sævarsson