Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf


Nokkur hugtök og skilgreiningar

Við kaup á fyrirtækjum er gott að kunna skil á nokkrum hugtökum:

  • Velta: Sala án VSK (virðisaukaskatts).
  • Framlegð: Velta að frádregnum vörukaupum eða álagning fyrirtækisins. Í framleiðslufyrirtækjum er stundum talað um framlegð 1 og framlegð 2, eftir því hve mikið af framleiðslukostnaði er verið að tala um, hráefniskostnað, launakostnað o.s.frv. Sjá nánar dæmi um rekstrarreikning.
  • Rekstrarhagnaður: Í bókhaldi er átt við hagnað fyrir fjármagnsliði og skatta, en nú er einnig oft átt við EBITDA. Sjá nánar dæmi um rekstrarreikning.
  • EBITDA: Ensk skammstöfun (Earnings before Interest, Taxes, Depreciation and Amortization). Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta. Þetta er afgangurinn eftir alla venjulega rekstrarliði, þar með talin laun eigenda. Sjá nánar dæmi um rekstrarreikning.
  • DCF: Ensk skammstöfun (Discounted Cash Flow, stundum talað um Discounted Free Cash Flow). Núvirðing frjáls sjóðstreymis í framtíðinni.
  • WACC: Ensk skammstöfun. Weighted average Cost of Capital. Vegið meðaltal ávöxtunar (kostnaðar) fjármagnsins. Þetta hugtak sést aðallega notað við sjóðsstreymisaðferðina.
  • P/E: Ensk skammstöfun (Price/Earning), V/H á íslensku, sem stendur fyrir Verð/Hagnaður. V/H hlutfallið 10 þýðir að fyrirtækið kosti 10 sinnum hagnað. Mikið notað í umræðu um hlutabréf á markaði.


Vantar þig úskýringar á öðrum hugtökum? Sendu okkur línu á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og við skulum reyna að hjálpa.
 
BrynhildurBrynhildur Bergþórsdóttir
Gunnar_l Gunnar Svavarsson
Sigurdur_l Sigurður A. Þóroddsson
tasÞórarinn Sævarsson