Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf

Frodleikur4

Hlutverk KONTAKT

Við erum ekki fyrirtækjasalar heldur fyrirtækjaráðgjafar. Við hjálpum kaupendum að finna rétta fyrirtækið og kaupa það á sanngjörnu verði. Við hjálpum seljendum að finna réttu kaupendurna og selja fyrirtækið á sanngjörnu verði.

Því betur sem við þekkjum kaupandann og þarfir hans, því betur getum við þjónað honum. Fæstir hafa reynslu af kaupum á fyrirtækjum og því getur verið gott í byrjun að setjast niður með okkur og ræða málin á breiðum grundvelli. Hverju er verið að sækjast eftir? Hvernig er best að haga leitinni? Hvernig ganga hlutirnir fyrir sig?

Skrá okkar yfir fáanleg fyrirtæki er langt frá því að vera tæmandi. Auk þeirra tuga fyrirtækja sem við erum með á skránni, eru ennþá fleiri sem við vitum af en ekki má auglýsa.

Við veitum grunnupplýsingar um þau fyrirtæki sem eru fáanleg en það er ekki okkar hlutverk að sannreyna þær upplýsingar. Það er hlutverk seljenda að veita nákvæmar upplýsingar og kaupanda sjálfs, t.d. með aðstoð endurskoðanda, að kanna áreiðanleika þeirra með viðunandi hætti.

Hlutverk okkar er að veita bæði kaupanda og seljanda aðstoð á hlutlausan hátt og hjálpa þeim að ná samningum. Við þurfum að gæta þess að allt gangi fyrir sig á löglegan hátt og okkur ber lagaleg og siðferðisleg skylda til að láta vita ef við sjáum einhverja vankanta

Við viljum klára málin, en við hikum ekki við að koma í veg fyrir viðskiptin ef við höldum að annar hvor aðilinn sé að gera vitleysu.

Næst: Hvað er rétta verðið?

 
BrynhildurBrynhildur Bergþórsdóttir
Gunnar_l Gunnar Svavarsson
GudniGuðni Halldórsson
Sigurdur_l Sigurður A. Þóroddsson
tasÞórarinn Sævarsson