Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf

Frodleikur1

Hvernig fyrirtæki á að kaupa?


Við fáum oft kaupendur til okkar sem segjast vera til í að kaupa hvað sem er, bara að hagnaðurinn sé nógu mikill. Reynsla okkar er allt önnur og við vitum af langri reynslu að þrjú atriði verða skilyrðislaust að vera fyrir hendi við kaup á fyrirtæki:

  1. Hagfræðin verður að vera í lagi. Fyrirtækið verður að hafa góðan rekstrargrundvöll,  verð þess í samræmi við afkomu og í takt við fjárhagslega getu kaupandans.
  2. Kaupandinn verður að trúa því að hann geti gert betur en núverandi eigandi.
  3. Fyrirtækið verður að vera "sexý". Kaupandanum verður að finnast fyrirtækið spennandi.

Af þessum þremur atriðum virðist okkur að þriðja atriðið sé mikilvægast, en aðeins þegar öll þrjú eru fyrir hendi er rétta fyrirtækið fundið og hægt að fara að huga að samningaviðræðum.

 

Næst:  Hvernig gerast eigendaskipti fyrirtækja?

 
BrynhildurBrynhildur Bergþórsdóttir
Gunnar_l Gunnar Svavarsson
GudniGuðni Halldórsson
Sigurdur_l Sigurður A. Þóroddsson
tasÞórarinn Sævarsson