Póstlistar (forgangslistar) fyrir áhugasama kaupendur fyrirtækja og fjárfesta. Kontakt er stærsta sjálfstæða fyrirtækjaráðgjöf landsins og kemur að eigendaskiptum og endurskipulagningu tuga fyrirtækja á hverju ári. Við gefum áhugasömum kaupendum og fjárfestum kost á að skrá sig á póstlista þannig að unnt verði að láta þá vita um áhugaverð tækifæri í framtíðinni. Við köllum þá reyndar forgangslista, því ætlunin er að láta þessa aðila vita af tækifærum sem við viljum ekki kynna með öðrum hætti. Um er að ræða tvo aðskilda lista, annan fyrir kaupendur og hinn fyrir fjárfesta. Þeir sem hafa skráð sig á póstlista munu fá stuttorðar almennar lýsingar á hverju máli, en nánari upplýsingar fá aðeins þeir sem hafa átt með okkur fund og undirritað hafa samning, m.a. um trúnað og meðferð upplýsinga. Áhugasamir eru beðnir að panta fund í síma 414 1200 eða að skrá sig hér að neðan. Tækifæri fyrir kaupendur. Við skilgreinum þá sem kaupendur sem vilja kaupa fyrirtæki að hluta eða öllu leyti og starfa við þau sjálfir eða ráða til sín nýja stjórnendur. Heildarverðmæti þeirra fyrirtækja sem við höfum með að gera eru oftast á bilinu 50-500 mkr og misjafnt hvort og hversu mikið þau eru skuldsett.
Við skilgreinum þá sem fjárfesta sem vilja kaupa hluti í fyrirtækjum með núverandi eða nýjum eigendum en hyggjast ekki starfa við þau sjálfir. Einnig getur verið um að ræða tímabundna fjármögnun með öðrum hætti. Kontakt vinnur stöðugt að endurskipulagningu og eigendaskiptum fyrirtækja sem oft býður upp á góð tækifæri fyrir fjárfesta til skemmri sem lengri tíma. Hér getur verið um beina eignarhluti eða aðra fjármögnun að ræða í smáum og meðalstórum fyrirtækjum sem sérfræðingar Kontakt hafa skoðað og talið vænleg til að fjárfesta í. Áhugasamir fjárfestar verða þó að hafa þekkingu og reynslu til að leggja sjálfir mat á áhættu fjárfestingarinnar.
Ef þú vilt skrá þig á póstlistann okkar, sendu tölvupóst á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og við skráum þig á listann.
|