Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf

Listar3Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma.

Við kaup og sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur. Við gefum ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.

Vinsamlega hringið áður og pantið tíma.

Síminn er 414 1200 en einnig er hægt að nota tölvupóstinn:

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. , Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  eða  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .


Eftirfarandi fyrirtæki eru ekki til sölu en við teljum þau fáanleg fyrir rétta kaupendur.

 • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi, samsetningu og sölu á heimsþekktum og þrautreyndum vörum sem notaðar eru í útbyggingar, svalalokanir, glugga, rennihurðir og fleira. Velta 250 mkr. og mikil verkefni framundan.
 • Ungt og hratt vaxandi veitingastaður (2 staðir) þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.
 • Lítið framleiðslufyrirtæki sem framleiðir sérhæfða vöru fyrir heimili og fyrirtæki. Velta um 40 mkr. nokkuð stöðug. Afkoma jöfn og góð.
 • Arðsamt fyrirtæki með langa reynslu sem flytur inn og selur véltæknibúnað aðallega tengdum sjávarútvegi, fiskeldi, en einnig öðrum iðnaði. Velta undanfarin ár hefur verið á bilinu 150-200 mkr. og EBITDA 25-40 mkr.
 • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr.
 • Ein þekktasta hárvöruheildverslun landsins með mjög þekkt merki fyrir fagaðila. Góð velta og afkoma.
 • Fyrirtæki sem sérhæfir sig í greiðslulausnum á afmörkuðu en þekktu sviði leitar eftir auknu hlutafé. Spennandi fjárfestingakostur með miklum möguleikum á arðsemi, gangi áætlanir eftir.
 • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur.
 • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar.
 • Þekkt herrafataverslun með góð merki. Veltan hefur verið stöðug undanfarin ár og afkoma ágæt. Veltan árið 2017 var um 90 mkr. og EBITDA mjög góð eða um 20 mkr. Félagið er skuldlétt.
 • Einn vinsælasti og þekktasti veitingastaður landsins sem staðsettur er í miðbæ Reykjavíkur. Mikill og vaxandi hagnaður. Langur leigusamningur.
 • Lítið hótel og bústaðaleiga á Tröllaskaga. Um er að ræða 11 herbergja hótelbyggingu með allri aðstöðu og 8 bjálkabústaði. Tröllaskaginn er vaxandi svæði vegna bættra samgangna og uppbyggingar ferðaþjónustu á svæðinu.
 • Fyrirtæki í rekstri hópferðabifreiða og skipulagningu eigin ferða. Er með 11 bifreiðar sem taka frá 19 til 60 manns. Velta um 100 mkr. og góð afkoma.
 • Vinsælt hótel á frábærum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið.
 • Fyrirtæki í ört vaxandi ferðaþjónustu sem býður upp á sérsniðnar ferðir fyrir efnaða viðskiptamenn. Það veltir um 80 mkr. og á 3 bifreiðar sem leigðar eru með bílstjóra/leiðsögumanni. Hentar bæði sem viðbót og fyrir aðila sem vill byggja upp svona þjónustu.
 • Vel innréttað kaffihús í miðbæ Reykjavíkur. Tækifæri fyrir öfluga aðila að byggja enn frekar upp.
 • Fjölskyldufyrirtæki sem vinnur að hönnun, prentun og framleiðslu vara og lausna til fyrirtækja. Velta um 70 mkr. og hátt hagnaðarhlutfall.
 • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda.
 • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri.
 • Verslun sem byggir á erlendri skartgripalínu með tvær verslanir í borginni. Stöðugur rekstur og góð afkoma.
 • Gott fyrirtæki með áratuga sögu sem sérhæfir sig í vélaviðgerðum og sölu varahluta sem það flytur sjálft inn. Velta nokkuð stöðug undanfarin ár og jákvæð afkoma.
 • Hótelfasteign á Norðausturlandi. Um er að ræða 17 herbergja hótel á stórri lóð með mikla stækkunarmöguleika. Herbergi hafa nýlega verið endurnýjuð.
 • Fiskvinnsla á SV-horninu í framleiðslu á fiski og harðfiski. Velta 50 mkr. Inannlandsssala og útflutningur. Miklir möguleikar til veltuaukningar.
 • Öflugt og vel tækjum búið fyrirtæki sem sér um ræstingu atvinnuhúsnæðis
 • Hótel Siglunes er lítið og mjög fallegt hótel/gistihús í eigin húsnæði í ferðamannabænum Siglufirði. Þar eru 19 herbergi, fullbúinn veitingastaður og bar. Frábærir dómar hjá ferðamiðlum.
 • Vaxandi innflutnings- og smásölufyrirtæki með mjög góða markaðshlutdeild á sérhæfðum markaði. Ársvelta 130 mkr. og EBITDA 30 mkr.
 • Fyrirtæki í framleiðslu úr ryðfríu stáli fyrir sjávarútveg og aðrar atvinnugreinar. Stöðug velta 170 mkr. og góð afkoma.
 • Rótgróin, sérhæfð heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 300 mkr. EBITDA 80 mkr.

 

Faanleg5