Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf

Listar3Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma.

Við kaup og sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur. Við gefum ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.

Vinsamlega hringið áður og pantið tíma.

Síminn er 414 1200 en einnig er hægt að nota tölvupóstinn:

Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.  eða  Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .


Eftirfarandi fyrirtæki eru ekki til sölu en við teljum þau fáanleg fyrir rétta kaupendur.

 • Fjórtán herbergja gistiheimili með bílastæðaleigu á fallegum útsýnisstað í nágrenni flugvallarins. Gistiheimilið er um 400 fm, en búið er að teikna 100 herbergja stækkun og setja í grenndarkynningu.
 • Fiskeldisstöðvar þar sem framleiða má bæði laxa- og bleikjuseiði eða stunda eldi á bleikju. Afköst í bleikjueldi allt að 100 tonn.
 • Fyrirtæki sem er langt komið með þróun á hugbúnaði/bókunarkerfi fyrir hótel og aðra aðila í ferðaþjónustu leitar að meðfjárfestum. Kerfið er byggt á kínverskum samfélagsmiðlum (WeChat markaðstorgi) og er beint að kínverskum ferðamönnum sem eru að skipuleggja ferðir til ákveðins lands.
 • Innflutningsverslun með sund- og köfunarvörur, litla báta og öryggisvörur. Velta 55 mkr.
 • Rótgróin heildsala með sérhæfðar vörur fyrir byggingariðnað. Velta 90 mkr. Góð viðbót við fyrirtæki í svipuðum rekstri.
 • Öflug, rótgróin trésmiðja sem framleiðir glugga, hurðir og innréttingar fyrir íslenskan markað. Mjög góður tækjakostur og góð verkefnastaða.
 • Heildverslun í miklum vexti sem flytur inn vörur fyrir verslanir, veitingahús og matvælaiðnað.
 • Heildverslun sem flytur inn ýmsan tæknibúnað til hitunar, kælingar og loftræstingar. Velta yfir 200 mkr. og góð afkoma.
 • Bílaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu sem sér um minni háttar viðgerðir og viðhald. Velta 90 mkr. Góður hagnaður.
 • Lítið ferðaþjónustufyrirtæki í góðum vexti sem býður fjölbreyttar ferðir á Suðurlandi. Eigið húsnæði og góður búnaður. Velta 50 mkr. Góður vöxtur.
 • Þjónustufyrirtæki á mjög sérhæfðu sviði sem hefur eftirlit með hreinlæti á vinnustöðum, gerir tillögur að kerfum og sér um úttektir. Velta 120 mkr. og góð afkoma.
 • Ungur og hratt vaxandi veitingastaður þar sem áhersla er lögð á hollan skyndibita í hádeginu og á kvöldin. Veltan í ár áætluð 280 mkr. og EBITDA 20 mkr. Miklir möguleikar á að fjölga stöðum undir vörumerkinu sem hlotið hefur góðar viðtökur.
 • Rótgróið iðnfyrtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr plasti. Ársvelta á bilinu 250-300 mkr.
 • Mjög gott fyrirtæki sem sérhæfir sig í lagningu á þakdúk sem það flytur sjálft inn. Veltan á bilinu 150-200 mkr. og afkoman mjög góð. Eigendur tilbúnir að vinna áfram eins og þörf krefur.
 • Bakarí með nokkra útsölustaði á höfuðborgarsvæðinu. Gefur ýmsa möguleika til þróunar.
 • Þekkt herrafataverslun með góð merki. Veltan hefur verið stöðug undanfarin ár og afkoma ágæt. Veltan árið 2017 var um 90 mkr. og EBITDA mjög góð eða um 20 mkr. Félagið er skuldlétt.
 • Fyrirtæki í rekstri hópferðabifreiða og skipulagningu eigin ferða. Er með 11 bifreiðar sem taka frá 19 til 60 manns. Velta um 100 mkr. og góð afkoma.
 • Vinsælt hótel á frábærum stað í nálægð við höfuðborgarsvæðið.
 • Fyrirtæki í ört vaxandi ferðaþjónustu sem býður upp á sérsniðnar ferðir fyrir efnaða viðskiptamenn. Það veltir um 80 mkr. og á 3 bifreiðar sem leigðar eru með bílstjóra/leiðsögumanni. Hentar bæði sem viðbót og fyrir aðila sem vill byggja upp svona þjónustu.
 • Gott hótel miðsvæðis á Suðurlandi sem býður upp á mikla möguleika fyrir áhugasaman, nýjan eiganda.
 • Sérhæfð fiskvinnsla í vönduðu 350 fm. leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Velta um 260 mkr. Hagnaður af rekstri.

 

Faanleg5