Kontakt - fyrirtækjaráðgjöf

Frodleikur2

Hvernig gerast eigendaskipti fyrirtækja?

Við viljum að kaupendur sem eru í alvarlegum hugleiðingum komi til okkar og ræði málin. Kaup og sala á fyrirtækjum byggir á gagnkvæmu trausti og við leggjum áherslu á að fara varlega með viðkvæmar upplýsingar. Þess vegna viljum við ekki gefa upplýsingar í síma. Trúnaður við viðskiptavini okkar er einnig ástæða þess að við höfum það fyrir reglu að gera ekki hefðbundin söluyfirlit yfir fyrirtæki og engar skriflegar upplýsingar eru veittar nema með heimild seljenda.

Kaup og sala fyrirtækja er ferli sem gerist í ákveðnum skrefum og má gefa eftirfarandi einfalda lýsingu á því:

  1. Þegar kaupendur koma til ykkar reynum við að kynnast þeim sem best og hjálpum þeim að skilgreina óskir þeirra. Við gætum þá þegar vitað af tilteknu fyrirtæki sem hentar og getum þá veitt við þeim grunnupplýsingar um fyrirtækið. Í öðrum tilfellum getur verið um talsverða leit að ræða sem oftast skilar árangri.
  2. Ef þeim líst vel á fyrirtækið er næsta skref að hitta eigandann og fá ítarlegri upplýsingar.
  3. Óskað eftir nánari upplýsingum t.d úr bókhaldi. Á þessu stigi mælum við með að kaupandi fái endurskoðanda eða annan bókhaldsfróðan aðila til að aðstoða sig.
  4. Við hjálpum kaupandanum að gera tilboð. Kauptilboð eru oft gerð með fyrirvörum um, t.d. fyrirliggjandi húsaleigusamning eða staðfestingu á tilteknum upplýsingum úr bókhaldi.
  5. Ef tilboði er tekið, fer í gang vinna við að leysa úr fyrirvörum, ganga frá kaupsamningi og afhendingu rekstursins.
  6. Kaupsamningur er venjulega gerður innan 2-3 vikna eftir að tilboði hefur verið tekið og afhending fer oftast fram á sama tíma.


Oft þarf að gera verðmat á fyrirtæki og getum við komið að þeim þætti, sem og gerð viðskiptaáætlunar og ef um bankafjármögnun er að ræða, getum við aðstoðað við það eða bent á aðra heppilega aðila til þess.

Við mælum með að lögfræðingar komi að gerð kaupsamninga.

Frodleikur3Kaup á rekstri eða félagi.

Segja má að hægt sé að fara tvær ólíkar leiðir að því að kaupa fyrirtæki. Annars vegar að kaupa “rekstur, nafn og lager” eða hins vegar að kaupa félagið eða hlutabréfin. Okkur þykir hentugt að ræða fyrirtækjakaup út frá fyrri aðferðinni en munurinn felst aðallega í eftirfarandi atriðum:

  1. Við kaup á “rekstri, nafni og lager” er ekki verið að kaupa efnahagsreikning félags í heilu lagi og áreiðanleikakönnun því ekki eins umfangsmikil. Ekki þarf að hafa áhyggjur af duldum skuldum eða skuldbindingum eða t.d. hvort tilteknar útistandandi eignir séu öruggar.
  2. Skattalega er yfirleitt betra fyrir kaupandann að kaupa “rekstur, nafn og lager” en betra er fyrir seljandann að selja hlutabréf.


Algengt er að minni fyrirtæki séu seld með fyrri aðferðinni en stærri með þeirri seinni, en í því felst engin sérstök lógík né er hægt að segja að önnur sé betri en hin.

Næst: Hlutverk KONTAKT

 
BrynhildurBrynhildur Bergþórsdóttir
Gunnar_l Gunnar Svavarsson
GudniGuðni Halldórsson
Sigurdur_l Sigurður A. Þóroddsson
tasÞórarinn Sævarsson