Nýir eigendur hjá Gastec

Eignarhaldsfélagið Holdgas ehf. hefur fest kaup á öllu hlutafé í Gastec ehf. Eignarhaldsfélagið, sem er í jafnri eigu Kögunarhæðar ehf. og Tindarhafnar ehf., kaupir Gastec af Þráni Sigurðssyni og Hnikarri Antonssyni en þeir hafa átt og rekið Gastec í yfir 20 ár. Kontakt fyrirtækjaráðgjöf var ráðgjafi seljenda í söluferlinu.

Innnes kaupir Djúpalón

Innnes ehf., ein stærsta matvöruheildverslun landsins, hefur fest kaup á fyrirtækinu Djúpalóni ehf., sem sérhæfir sig í innflutningi, sölu og dreifingu á sjávarfangi til fyrirtækja og verslana. Seljendur eru Pétur Þorleifsson og Jóhanna Benediktsdóttir. Kaupin eru gerð með fyrirvara á samþykki samkeppnisyfirvalda. Kontakt fyrirtækjaráðgjöf var ráðgjafi seljenda. https://vb.is/frettir/innnes-kaupir-djupalon-ehf/

Artic Mar kaupir Grotta

Arctic Mar ehf. hef­ur fest kaup á rekstri fisk­vinnsl­unn­ar Grotta ehf. í Hafnar­f­irði. Kaup­end­ur sjá fyr­ir sér tæki­færi til sókn­ar og vilja stækka um­svif rekst­urs­ins og fjölga starfs­fólki, að sögn Bald­vins Arn­ars Samú­els­son­ar stjórn­ar­for­manns Arctic Mar. „Þetta er mjög spenn­andi, sér­stak­lega í ljósi þess að við erum að stefna á að auka vinnslu á fiski […]

Artasan kaupir Mat og pökkun

Artasan ehf. hefur keypt allt hlutafé Matar og pökkunar ehf. og hefur Samkeppniseftirlitið þegar samþykkt kaupin. Matur og pökkun ehf. var stofnað árið 2016 og er í eigu Þorkels Traustasonar og Sæþórs Matthíassonar. Í tilkynningu frá Artasan segir að markmið kaupanna sé að auka breidd í vöruúrvali og styrkja stöðu Artasan á dagvörumarkaði. Ráðgjafar Matar […]

Kemi kaupir Poulsen

Kemi ehf. hef­ur náð sam­komu­lagi um kaup á rekstri Poul­sen ehf. Kaup­samn­ing­ur var und­ir­ritaður 1. júlí og mun Kemi tók við starfsemi Poul­sen 1. sept­em­ber s.l. Kontakt fyr­ir­tækjaráðgjöf var ráðgjafi selj­anda og Lex Lög­mannstofa vann málið fyr­ir hönd kaup­enda. Sjá meðfylgjandi fréttumfjöllun af mbl.is. https://bit.ly/3RMGgyM